Tuesday 26 April 2016

Waveex scam

Vísindamaðurinn fékk ábendingu um svindl sem kallast Waveex. Af heimasíðu söluaðila á Íslandi má sjá að það er verið að selja þessa límmiða á 5000 kr með þeim formerkjum að þeir eigi að draga úr einhverjum vondum rafsegulbylgjum. Allar fullyrðingar um virkni þessa límmiða er ekkert nema sölutrikk.


Á heimasíðunni kemur þetta fram um "tækið":

Þráðlaus tæki senda frá sér rafsegulbylgjur sem hafa áhrif á nærumhveri þeirra. Bylgjurnar eru óstöðugar en það er sá óstöðuleiki sem veldur líkama okkar skaðlegum áhrifum. Waveex stillir hins vegar bylgjurnar og gerir þær þolanlegar.

Waveex er límmiði með örflögu sem aðeins þarf að líma á viðeigandi tæki. Einfalt og áhrifaríkt!


Svo kallaðar sannanir fyrir virkni: 
Á heimasíðu söluaðila á Íslandi má sjá þessa fullyrðingu:

Rannsóknir sem sýna fram á áhrif Waveex flögunnar eru vottaðar af Bureau Veritas, leiðandi eftirlitsaðila á heimsvísu er viðkemur prófunum, eftirliti og vottun.

Vísindamaðurinn las þessa "votun" frá Bureau Veritas. Hérna fyrir neðan má sjá að hann Josef Resch frá Bureau Veritas var aðeins viðstaddur til að staðfersta að mælingin hefði verið framkvæmd. Hann fór ekki yfir niðurstöðurnar né staðfesti að loka útkoman væri rétt.


Þegar þessar mælingar eru betur skoðaðar og reiknað út úr niðurstöðum, þá fást eftirfarandi tölur sem eru gefnar upp í micro-Tesla:

Blank: 42,03 +/- 0,31 mT
Sími án Waveex: 42,21 +/- 0,43 mT
Sími með Waveex: 42,14 +/- 0,43 mT

Margir sem líta snökkt yfir þessar tölur og gildi munu halda að Waveex virki, að sími með Waveex gefi frá sér minna af rafsegulbylgjum eða 0,07 mT. En ef betur er að gáð þá er staðalfrávikið (+/- 0.43) svo stórt að í raun og veru er enginn marktækur munur. Einnig er vert að minnast á það að mælirinn er með +/- 0,01 í mælióvissu. Þannig að ef farið er yfir þeirra eigin niðurstöður og smá tölfræði beitt þá kemur í ljós að það er enginn marktækur munur á með eða án þessara límmiða.

En hvernig voru þessar mælingar gerðar? 
Þessar tilraunir virðast hafa verið framkvæmdar heima hjá einhverjum. Myndin (Fig2) hérna að neðan sýnir aðstæðurnar. Myndin er fengin úr skýrslu sem er að finna á heimasíðu framleiðanda. Þessi tilraun getur seint talist sem einhver vísindaleg rannsókn þar sem aðstæðurnar bjóða bara einfaldlega ekki uppá það og það var bara gerð ein mæling fyrir síma og ein mæling fyrir þráðlausan netbeininn.


Myndin hérna að neðan sýnir mæli aðstæðurnar þegar límmiðinn var prófaður á þráðlausum netbeini (sem sést ofan á rafmagnstöflu efst til hægri). En hvar límdu þeir límmiðann á netbeininn? Jú auðvitað á hleðslutæki en ekki hvað. Það vita allir að þannig stopparðu vondu rafsegulbylgjunar frá netbeinum (lesist með mikilli kaldhæðni).


Einnig getur verið gott að óháður aðili geri tilraunina sem á að sanna virkni vörunnar en ekki sölustjórinn (Wolfgang Vogl). Undirskriftin til vinstri er úr skýrslunni sem fjallar um tilraunina og myndin til hægri er af heimasíðu framleiðanda. Eins og sérst þá er rannsóknarmaðurinn og sölustjórinn einn og sami maðurinn.




Á heimasíðu framleiðanda má einnig sjá fleiri "sannanir" fyrir virkni Waveex límiðans. Þar sem ýmsu er haldið fram án þess hafa einhverja birta vísindalega rannsók til að bakka það upp. 




Því er haldið fram að Waveex geti einhvern vegin verndað blóðið í manni og þá er verið að gefa í skyn að rafsegulbylgjur breyti því. Svona myndir sanna ekkert þar sem rannsakendurnir eru að leita eftir vissri niðurstöðu og velja bara þær myndir sem passar við hana.


 Einnig er virknin "sönnuð" með ljótum ískristöllum án Waveex og með flottum með Waveex. Það er ekkert mál að velja bara einfaldlega kristalla sem henta að hverju sinni í svona tilraun.


Niðurstaða:  Wavexx er ekkert nema scam og svindl! Öllum er ráðlagt að kaupa ekki þessa vöru þar sem hún er gagnlaus og ef einhver hefur gert það þá er honum ráðlagt að heimta endurgreiðslu. 

Það er best að enda þetta á orðum Fedral trade commission um Cell phone Radiation Scams:

While health studies about any relationship between the emissions from cell phones and health problems are ongoing, recent reports from the World Health Organization will no doubt convince scam artists that there's a fast buck to be made. Scam artists follow the headlines to promote products that play off the news – and prey on concerned people.

Bætt við 27. apríl 2016:
Hérna hefur verið tekið saman gögn og rannsóknir með sannanir fyrir því að rafsegulbylgurnar frá rafmagnstækjum eru hættulausar: http://www.emfandhealth.com/

Thursday 21 April 2016

Basískt kjaftæði

Það er varla þverfóta fyrir sjálfskipuðum næringarþerapistum og öðrum sérfræðingum sem segja að allir verði að fara að laga sýrustigið og fara að borða meira basískt til að laga súrleikann. En útá hvað gengur þessi kenning um basískt mataræði? Og hvaðan kemur þessi kenning? Og er eitthvað vit í þessu?

Hvað er basískt mataræði?
Þessi tegund af mataræði gengur undir ýmsum nöfnum: Alkaline diet, basískt mataræði, pH miracle living eða pH lífstíll. Basískt matarræði gengur útá að pH-ið eða sýrustigið í blóðinu sé of lágt og það sé eitthvað sem þurfi að laga. Það eru tveir skólar hvernig súrleiki líkamans er mældur, annars vegar að skoða blóðið í smásjá eða að mæla pH-ið á þvagi.

Sú aðferð að mæla súrleika blóðs með smásjá er komið frá "Dr." Robert O. Young. En það er tekið blóðsýni og það skoðað undir smásjá og metið fyrir og eftir að einstaklingurinn/sjúklingurinn er búinn að vera á basísku mataræði. Hér og hér er hægt að sjá myndbönd hvernig þessi blóðskoðun fer fram. Þeir sem gera þessi test kalla sig blood microscopist eða blóðgreina og það er allavega einn svoleiðs starfandi á Íslandi sem lærði hjá "Dr." Young. Vandamálið við þessa aðferð að það hún stenst enga skoðun og virðist hún vera bara tilbúningur frá upphafi til enda frá "Dr." Young. Nánar verður fjallað um Young hérna fyrir neðan.

Hin aðferðin er að mæla sýrustig þvags með pH -strimlum. Þeir sem aðhyllast þessari aðferð segja það að sýrustigs þvagsins segi til um sýrustigs blóðsins eða líkamans í heild sinni. Sem er á allan hátt rangt. Sýrustigs þvags segir ekkert til um sýrustigs blóðs. Sýrustigs þvags breytis dag frá degi og er nátengt fæðuni sem þú borðar. Þvagrásar kerfið og blóðið er aðskilið kerfi og ef svo er ekki (ef það er blóð í þvaginu) þá skaltu leita læknis strax! Hægt er að lesa um af hverju þetta stenst engan vegin hérna.


Til að laga svo þessar súru aðstæður (það virðast reyndar flestir vera súrir) er mælt með að borða basískan mat. Þeir sem mæla með basísku mataræði flokka fæðutegundir niður eftir hvort þær séu basískar eða súrar. Hvernig hvaða matur er flokkaður í súrt eða basíkst er ekki alveg 100% á hreinu og getur það verið smá breytilegt sjá td. hér eða hér. En í grunninn þá eru súrar fæðutegundir: sumir ávextir, korn, mjólkurafurðir, kjöt, fiskur, áfegni, kaffi og fleira. Basíkar fæðutegundir eru: grænmeti, eplaedik (basísk sýra?), AB-mjólk og sumir ávextir og af einhverri sérstakri ástæðu eru sítrónur basískar (?!?).

Hvað á að gerast ef líkaminn er súr?
Þetta er að finna á síðu Heilsa.is um súrt líkamsástand:
Of súr líkami er alvarlegt mál. Afleiðingarnar eru m.a.: Sveppasýking, kvef, inflúensa, bólgnir eitlar, nætursviti og svefnleysi, bólgur, s.s: vöðvabólga og þursabit, liðagigt, mígreni og margs konar aðrir verkir, bjúgur, fituhnúðar, mjög lágur blóðþrýstingur, hægðatregða og niðurgangur til skiptis. Einfaldlega of hátt sýrustig dregur úr virkni ónæmiskerfisins á allan hátt þeir sem hafa pH gildi líkamans í lagi kenna sér sjaldnast meins. Candida sveppurinn, vírusar, bakteríur og önnur meindýr þrífast til dæmis ekki í líkama með rétt sýrustig.

Samkvæmt þessu má nánast leiða alla sjúkdóma heimsins til þess að líkaminn sé of súr. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að krabbamein séu vegna of lágs sýrustigs. Það merkilega við þetta að það er aldrei talað um hvað gerist ef líkaminn yrði of basískur.


Allur matur sem þú borðar verður súr vegna magasýranna og allt (og þá meina ég allt, bæði basískt og súrt fæði) fer niður í pH-ið 1.5 til 3.5. Eftir að maginn hefur brotið niður matinn þá fer hann áfram niður í garninar þar sem brisið hlutleysir matinn og að lokum verður maturinn örlítið basískur. Þannig að það skiptir engu máli hvað þú borðar líkaminn gerir matinn fyrst súrann og svo basískann og svo kúkarðu því sem þú nýtir ekki.

Annað vandamál við þessi fræði er að það er ekki hægt að breyta pH-inu í blóðinu með matarræði. Reyndar þarf bara ekkert að breyta sýrustigi blóðsins, það er alltaf á milli pH 7.35-7.45, og það er stórhættulegt að reyna að breyta því hið minnsta. Ef pH-ið breytist bara örlítið þá líður yfir þig og ef það fer niður fyrir pH 7 eða uppfyrir 7.8 þá deyrðu. Þannig að allt tal um laga pH-ið með basísku mataræði er kjaftæði.

Hvaðan koma þessi fræði?
Þetta er ekki byggt á aldargamalli hefð eða kínverskum fræðum.Heldur virðist það koma fram í kringum 1990-1997.  En náði svo flugi eftir að bókin The pH Miracle kom út árið 2002 eftir "Dr." Young og konuna hans. En "Dr." Young segir þetta um sjálfan sig á heimasíðunni sinni:

Over the past two and a half decades, Robert O. Young has been widely recognized as one of the top research scientists in the world. Throughout his career, his research has been focused at the cellular level. Having a specialty in cellular nutrition, Dr. Young has devoted his life to researching the true causes of "disease," subsequently developing "The New Biology™" to help people balance their life.

In 1994, Dr. Young discovered the biological transformation of red blood cells into bacteria and bacteria to red blood cells. He has since documented several such transformations.

Young segist einnig geta læknað krabbamein með því að laga sýrustigið í blóðinu. Það þarf ekki að fara yfir það frekar því það er kjaftæði.

Árið 1994 komst Young að þvi að rauðarblóðfumur geti breyst yfir í bakteríur og öfugt. Ef Young hefði fundið eitthvað í líkindu við það sem hann segist hafa fundið þá væri hann líklega kominn með nóbelsverðlaun nú þegar. En það er bara ekki hægt (blóðfrumur breytast ekki í bakteríur) og svona staðhæfing sýnir bullið í kringum þennan mann.

Einnig segist hann vera með gráðu frá Clayton College of Natural Health (CCNH). En síðan quackwatch hefur þetta að segja um háskólann og "Dr."  titilinn:

I [Stephen Barrett] believe that CCNH did have one potentially valuable aspect. Its credentials are a reliable sign of someone not to consult for advice.

Clayton College of Natural Health was a nonaccredited correspondence school that advocated unscientific and quack methods. Its requirements for graduation were minuscule compared to those for accredited colleges and universities that train health professionals. It closed in 2010 after Alabama began requiring accreditation for license renewal. Moreover, no correspondence school can prepare students to give competent health advice to clients because that requires years of clinical experience under expert supervision. Young's connections with Clayton and Bradford reflect extremely poor judgment.

Young hefur aldrei verið með læknaleyfi þó að hann kalli sig Doctor og gangi um í hvítum slopp. Young hefur verið kærður þrisvar sinnum. Fyrst 1996 fyrir að starfa án læknaleyfis, næst 2001 fyrir að segja konu með krabbamein að hætta lyfjameðferð og fara á "Super Greens" efnið hans í staðinn, og núna síðast var hann  handtekinn og ákærður árið 2014 fyrir að starfa án læknaleyfis og síðan dæmdur árið 2016. Young situr í fangelsi í dag og býður enn fleiri ákæranna.

Þetta kom meðal annars fram í réttarhöldunum yfir honum 2014-2016:
Darvas [Deputy District Attorney] argued that Young was diagnosing and treating people at his Valley Center ranch. She also accused him of personally administering IV’s of sodium bicarbonate — baking soda — to at least six terminally ill cancer patients.

Við réttarhöldin hafði saksóknarinn þetta um gráðuna hans Youngs:
Not a medical doctor, Young received doctorate degrees from Clayton College of Natural Health, a non-accredited and now- defunct Alabama correspondence school. He went from a bachelors degree to masters to doctorate in eight months.

Niðurstaða höfundar:
Það er ekki hægt að breyta sýrustigi líkamans né blóðsins með mataræði. Maðurinn (Young) sem gerði þetta frægt situr núna í fangelsi og þær kenningar sem hann heldur fram eru kjaftæði. Þeir sem selja basískar matvörur og halda því fram að þær hafi áhrif á sýrustigs blóðsins eru í versta falli lygarar og í besta falli kjánar. pH/basíkst/Alkalíst fæði er kjaftæði frá A til Ö!

Góð settning til að hafa í huga í lokin:
Taking calcium supplements or drinking alkaline water will not change the pH of your blood. If you hear someone say that your body is too acidic and you should use their product to make it more alkaline, you would be wise not to believe anything else the person tells you.


Heimildir og ýtarefni: 
Acid/alkaline therory of disease is nonsense - quackwatch
Alkaline diet -  skeptic´s dictionary
The "pH Miracle diet" naturopath is guilty,... - Naturopathicdiaries
A Critical look at "Dr." Robert Young´s theories and credentials - Quackwatch
pH miracle living "Dr." Robert O. Young is finally arrested,... - Science-Based Medicine
Your urine is not a window to your body: pH balancing, A failed Hypothesis - Science-Based pharmacy

Sýrustig fæðu og líkama - Upplýst
Þjóðsaga 3 - Súrt mataræði veldur krabbameini - Upplýst
Míkróskópistar og smásjárskoðun á ferskum blóðdropa - Upplýst
Innerlight supergreens - Krafraverkalyf? - Vantrú
Heilsubrunnur - Svanur Sigurbjörnsson

pH lífsstíll
pH miracle living




Sunday 10 April 2016

Fjölvítamín: Þörf eða óþörf



Seljendur fjövítamína oftar en ekki auglýsa með þeim formerkjum að þau séu nauðsynleg og komi í veg fyrir nánast allt milli himins og jarðar td. kvef, krabbamein og aðra sjúkdóma:

Fjöldi rannsókna benda til þess að inntaka C-vítamíns dragi úr hættu á sumum tegundum krabbameins, hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi,..

Þessi vítamín [andoxandi vítamín] eru talin sporna gegn öldrun vegna þess að þau vernda frumurnar gegn eyðileggjandi áhrifum sindurefna

Ótal rannsóknir hafa verið gerðar með E-vítamíni og hafa þær beinst að verndandi þætti E-vítamíns gegn ýmsum tegundum krabbameins,


Það eru miklir peningar í spilinu og er bætiefnamarkaðurinn gríðarlega stór td. árið 2010 eyddu Bandaríkjamenn um 28 milljarð dollara eða 3.400 milljörðum íslenska króna í bætiefni og hefur markaðurinn bara stækkað síðan þá.

En spurningin er hvort að það sé þörf á öllum þessum vítamínum sem markaðurinn vill að við tökum inn og standast þessar fullyrðingar um kosti fjölvítamína skoðun? Við skulum líta á það aðeins nánar.


Innantómar fullyrðingar. 
Það hafa verið gerðar gríðarlega stórar samanburðar rannsóknir til að meta hvort að inntaka á fjölvítamínum og steinefnum auki lífaldur, hafi áhrif á hjarta-og æðasjúkdóma og krabbamein og niðurstöðurnar sýna engan mun á móti lyfleysu (að taka ekki inn auka vítamín).

Langflestir hafa séð settningar á þessa leið um vítamín C:

Flestum eru kunnar niðurstöður rannsókna á jákvæðum áhrifum C-vítamíns á kvef, bæði fyrirbyggjandi og sem hjálp við að ná sér eftir sýkingu

En sannleikurinn er sá að rannsóknir á eftir rannsóknum sýnt fram á að vítamín C geri ekki neitt í að koma fyrir kvef og að það sé ekkert nema óskhyggja.


Er hægt að taka of mikið af vítamínum?
Það skal varast að taka inn meira af vítamínum og steinefnum en ráðlagður dagskammtur segir til um. Sem dæmi um vítamín sem hættulegt er að taka of mikið inn af er Vítamín A en ofneysla á því getur valdið beinhrörnun.

Það er mikið í tísku þessa dagana að taka inn efni sem eru  andoxunarefni (antioxidant) og eiga þau að vera allra meina bót og meira að segja hægja á öldrun. En andoxunar vítamín eru td. vítamín A, C og E og beta carotene. Það eru langflestir sammála um að innbyrða ávexti eða grænmeti sem innihalda andoxunarefni er holt og gott fyrir þig. En aftur á móti eru litlar sem engar heimildir fyrir því að inntaka á andoxunar vítamínum í töfluformi geri eitthvað. Aftur á móti þá hafa rannsóknir sýnt að of mikið að andoxunarefnum eykur jafnvel líkurnar á krabbameini í einhverju tilfellum.
Ein rannsókn sýndi framá að Vítamín E í miklu magni virðist í raun auka líkurnar á að fólk deyji fyrr en ella. Þannig að það er klárlega ekki málið að úða í sig andoxunarefnum í von um að fá sléttari húð.


Eru einhver vítamín eða steinefni sem virka?
Ekki eru öll vítamín og steinefni gagnlaus sem fæðubótarefni og ef læknir segir þér að taka inn vítamín eða steinefni þá áttu að hlusta á hann. Það er mælt með að taka inn folic sýru á meðgöngu þar sem það er talið koma í veg fyrir meðfæddar heila og mænuskemmdir í fóstrum. Vítamín B12 getur snúið við blóðleysiVítamín K sprautur fyrir nýfædd börn kemur í veg fyrir alvarlegar blæðingar þar sem vítamín K er mikilvægt fyrir storknum blóðs. Vítamín D er mælt með fyrir börn á brjósti til að koma í veg fyrir skort. Einnig er okkur á norðlægðum slóðum ráðlagt að taka inn auka vítamín D þar sem við sjáum einfaldlega ekki nóg til sólar. Vítamín D er reyndar eitt af fáum vítamínum sem er virkilega einhver virkni af að taka inn sem fæðubótaefni.


Niðurstaða. 
Það er engin að segja að við þurfum ekki vítamín enda eru þau lífsnauðsynleg. En staðreyndin er sú að við sem búum í hinu vestræna heimi fáum nánast öll okkar vítamín og steinefni úr fæðunni. Eina vítamínið sem við ættum að taka inn að staðaldri er vítamín D. Þær fullyrðingar að fjölvítamín minnki líkurnar á krabbameini standast ekki skoðum. Í besta falli þá eru fjölvítamín dýr lyfleysa en í versta falli geta þau verið skaðleg. En öllum þessum peningum sem er verið að eyða í fjölvítamín er bara kárlega betur varið í betri og hollari mat!

Hérna er svo gott skýringar myndband frá NutritionFact:


Viðbót: 
Hérna er langur og ýtarlegur samvinnuþáttur frá Frontline, The New York Times og Canadian Broadcasting Corporation um hættur vítamína og fæðubótaefna sem er mjög lítið eftirlit með:

Sunday 3 April 2016

Bólusetningar

Bólusetningar voru nýlega [2016] í fréttum og þar kom fram að 15,3% verðandi foreldra væru ósammála því að bólusetningar væru nauðsynlegar til að vernda heilsu barna og álíka stór hópur taldi að þær væru ekki öruggar.

Ég ætla að stikla á stóru um nokkrar spurningar sem koma oft upp í sambandi við bólusetningar.


Hvað er bóluefni?
Bóluefni eru ýmist unnin úr veikluðum veirum, bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Eftir að einstaklingi hefur verið gefið bóluefnið þá bregst líkaminn við þessum aðskotaefnum og setur ónæmiskefið í gang sem myndar mótefni við sjúkdómnum sem er verið að bólusetja gegn.
Í bóluefnum eru einnig efni til að varna örveruvexti og lengja geymslutímann á þeim. Það má lesa nánar um innihaldsefnin hér: Ingredients of Vaccines


Er kvikasilfur í bóluefnum?
Allt of margir foreldrar ákveða að láta ekki bólusetja börnin sín vegna þess að þau óttast kvikasilfrið sem er í sumum bóluefnum. En kvikasilfur í miklu magni getur meðal annars haft skaðleg áhrif á miðtaugakerfið. Við skulum skoða þetta aðeins nánar.

Thiomersal er eitt þeirra efna sem stundum er notað í bóluefni og þá í rotvarnarskyni en thiomersal innheldur kvikasilfur. En magnið af thiomersal í þeim bóluefnum þar sem það er notað er í mjög litlu magni og því í raun skaðlaust.

Af öllum þeim bóluefnum sem hafa verið notuð hér á landi í almennar bólusetningar hefur einungis eitt af þeim innihaldið thiomersal en það tiltekna bóluefni er ekki lengur í notkun. Enda hefur ekkert bóluefni sem hefur verið notað í almennum bólusetningum á Íslandi innihaldið kvikasilfurssambönd frá 1. janúar 2007.

Þar sem bóluefni sem eru í notkun á Íslandi innihalda ekki kvikasilfur þarf ekki að hræðast það.

Ef fólk vill fræðast enn frekar um thiomersal þá er ýtarefni að finna hér: Thimersosal in vaccines


Veldur MMR bólusetning einhverfu?
Sutta svarið er nei.

Engar rannsóknir hafa sýna fram á tengingu á milli MMR bólusetningar (gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt) og einhverfu.

En hvaðan kemur þá þessi saga um að bóluefni valdi einhverfu?
Þetta er allt hægt að rekja til rannsóknar sem var birt árið 1998 og framkvæmd af Andrew Wakefield. En þessi rannsókn var svo dregin til baka (ekki lengur birt eða samþykkt af vísindatímaritinu) árið 2010 vegna falsaðra niðurstaðna. Sama ár (2010) var Wakefield sviptur læknaleyfinu vegna misnotkunar á einhverfum börnum, óheiðarleika og sviks við gerð á rannsókninni síðan 1998. En afhverju ætli Wakefield hafi staðið í þessu öllu? Jú þegar hann bjó til tengingu á milli MMR bóluefnis og einhverfu þá átti hann á sama tíma einkaleyfi fyrir bóluefni sem átti (að hans sögn) að vera miklu betra.
Þannig að allt tal um tenginu á milli MMR bólusetningar og einhverfu er vegna þess að Wakefield skáldaði niðurstöður og laug sjálfum sér til hagnaðar.

Ef lesandinn góður vill kynna sér þetta nánar þá er hérna gríðarlegt magn upplýsinga og einnig útekttir (summary) úr fjölmörgum rannsóknum gerðum á þessu sviði: Vaccines and Autism.


Hvaða afleiðingar hefur minnkandi hlutfall bólusettra?
Ef hlutfall bólusettra minnkar of mikið þá hættir að virka svo kallað hjarðónæmi. Hjarðónæmi er þegar langflestir (95-100%) eru bólusettir og ná þar af leiðandi að verja þá sem geta ekki farið í bólusetningu vegna aldurs eða ofnæmis. Ef hjarðónæmi er til staðar ná sjúkdómar ekki að dreifa sér og þá gæti myndast faraldur.

Dæmi um afleiðingar:
Árið 2010 dóu 10 kornabörn (öll yngri en 3 mánaða) úr kíghósta í Kaliforníu. En kíghósti er sjúkdómur sem hægt er að bólusetja fyrir en börn ná ekki fullri bólusetningu fyrr en í kringum 6 mánaða aldur. Þessi ungabörn sem dóu sýktust útfrá óbólusettum einstaklingum og vegna lélegs hjarðónæmnis.

Árið 2014 þá sýktust 383 óbólusettir einstaklingar  í Amish samfélögum af mislingum í Bandaríkjunum og líklega útfrá einum sýktum ferðamanni. En árið 2013 smituðust 187 einstaklingar um öll Bandaríkin.


Hver er þá skaðsemi bóluefna miðað við skaðsemi sjúkdóma?
Til að bera saman alvarlegar afleiðingar bólusetningar við alvarlegar afleiðingar sjúkdóma sem er verið að bólusetja gegn þá mæli ég með að skoða töflu sem er að finna á síðu landlæknis: Alvarlegar aukaverkanir

En sem dæmi þá má nefna að mislingar geta valdið dauða í 1 af 3000 tilfella en MMR bóluefnið gegn þeim getur valdið heilabólgu eða alvarlegum ofnæmisviðbrögðum í 1 af 1.000.000 tilfella. Þessi gríðarlegi munur á líkindum á áhrifum sjúkdómsins annars vegar og bólusetningarinnar hins vegar sýnir mikilvægi og skaðleysi bólusetningar.

Myndin fyrir neðan birtist á Vísi og sýnir dánartíðni nokkurra sjúkdóma sem hægt er að bólusetja fyrir:


En hvernig vitum við að bóluefni virka? 
Á heimsvísu hefur dauðsföllum vegna mislinga fækkað um 79% á árunum 2000-2014 vegna bólusetningar átaks og það er talið að á þessum árum hafi bóluefnið bjargað um 17 milljón manns.
En á Íslandi hefur aðeins greinst eitt tilfelli frá 2000-2015.

Hérna er flott síða sem sýnir mjög myndrænt áhrif nokkurra bólusetninga í Bandaríkjunum: 

Ég vona að þetta hafi hjálpað einhverjum lesendum að átta sig betur á öryggi bóluefna og tilganginum með þeim. Endilega spyrjið ef það vakna einhverjar frekari spurningar.

Við skulum enda þetta á einu góðu myndbandi frá Penn og Teller:




Heimildir og ítarefni: 

Visir.is - Verðandi foreldrar efins um bólusetningar
Vísindavefur.is - Er kvikasilfur í bóluefnum?
Vísindavefur.is - Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?
Hvatinn.is - Hvað er bóluefni?
Landlæknir.is - Öryggi bóluefna-Thiomersal
Landlæknir.is - NMR bólusetning veldur ekki einhverfu
Landlæknir.is - Alvarlegar afleiðingar og dánartíðni sjúkdóma sem bólusett er gegn.
Landlæknir.is - Alvarlegar aukaverkanir
Vantru.is - Sex góðar ástæður til að láta bólusetja sig
CDC.gov - Ingredients of Vaccines
WHO.int - Immunization, Vaccines and Biologicals